Við mótmælum seinkun vegbóta á Kjalarnesi!
Við undirrituð lýsum yfir gríðarlegum vonbrigðum okkar yfir því að fjármagn til vegabóta á Vesturlandsvegi um Kjalarnes, hafi verið skorið niður í vegaáætlun og því fyrirsjáanlegt að óskilgreind seinkun verði á því að vegurinn verði endurbættur. Um leið og við mótmælum harðlega, skorum við á samgönguyfirvöld að endurskoða áætlanir sínar og hefja strax undirbúning við breikkun vegarins í a.m.k. 2 + 1 og aðskilnað akstursstefna, þannig að framkvæmdir megi hefjast strax á þessu ári.
Vegurinn um Kjalarnes er þriðji umferðarþyngsti vegur landsins. Hann er eina stofnæðin út frá höfuðborginni, sem ekki hefur verið breikkuð. Slys og óhöpp eru tíð á veginum og ljóst að hann er tifandi tímasprengja. Við viljum framkvæmdir strax!
Bjarnheiður Hallsdóttir - Til öryggis á Kjalarnesi Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible. |