Veitum Edward Snowden pólitískt hæli.
Edward Snowden hefur sótt um pólitískt hæli á Íslandi. Hann er 29 ára uppljóstrari frá Bandaríkjunum. Hann lak upplýsingum um Prism verkefni NSA (National Security Agency). Verkefnið gengur út á njósnir Bandarískra stjórnvalda á eigin ríkisborgurnum og fólki um heim allan án nokkura heimilda eða gruns. Prism verkefnið nýtir sér upplýsingar frá samfélagsmiðlum á borð við Google, Facebook, Yahoo o.f.l. en það safnar og geymir persónuleg samskipti fólks. Jafnframt því skráir það niður símanotkun fólks.
Við undirrituð viljum að Edward Snowden fái sérstaka meðferð á þeirri forsendu að hann sé hetja á sviði mannréttindamála á heimsvísu. Við teljum að hæstvirtur innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir þurfi að taka afstöðu með mannréttindum og tjáningarfrelsi, endurskoða afstöðu sína og veita honum tafarlaust pólitískt hæli eða íslenskan ríkisborgararétt eins og þörf þykir.
Edward Snowden gæti átt yfir höfði sér pyntingar og ævilangt fangelsi eða dauðadóm sé hann framseldur til Bandaríkjanna. Það er hans eigin ósk að koma til Íslands og njóta verndar íslensku þjóðarinnar. Á síðustu misserum höfum við fylgst með meðferð Bandaríkjastjórnar á Bradley Manning uppljóstrara og hefur meðferðin á honum verið langt frá því að vera mannúðleg. En um það má lesa sér til hér:
Þorgeir Frímann Óðinsson Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible. |