Tryggjum öryggi nemenda við Sjálandsskóla í kjölfar opnunar veitingastaðar með vínveitingaleyfi við hlið skólans.

Opið bréf til bæjarstjórnar Garðabæjar. 

Vegna opnunar veitingastaðar við Arnarnesvog, nánar tiltekið Ránargötu 4, sem reistur hefur verið við hlið Sjálandsskóla. Samkvæmt heimildum mun staðurinn geta tekið á móti allt að 3-400 manns.

Sjórn foreldrafélags Sjálandsskóla hefur áhyggjur af því að starfsfólk og gestir veitingastaðarins muni nýta sér bílastæðin við Sjálandsskóla, enda hefur verið opnað á milli bílastæðis fyrir framan veitingastað og bílastæðis Sjálandsskóla.

Með opnun veitingastaðarins eykst umferð og aukin hætta verður á slysum við skólann. Einnig mun mengun aukast og bílastæðapláss fyrir starfsfólk og foreldra/forráðamenn við skólann verður takmarkað.

Þess má geta að börn eru á skólalóðinni eftir skóla þar sem mörg þeirra eru skráð í frístundaheimilið. Klakinn, félagsmiðstöð skólans er opin öllum unglingum í 8.-10. bekk, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 19.30 – 22.00, einnig er opið fyrir miðdeild frá kl. 17:00-19:00.

Þar sem veitingastaðurinn er með sali fyrir hópa (ráðstefnur, fundi, erfidrykkjur) mun umferð á skólalóð aukast umtalsvert á skólatíma. Þannig er líklegra að foreldrar og/eða kennarar skólans fái ekki stæði við skólann. Að lokum má ætla að aðföng fyrir veitingastaðinn verði keyrð og afhent á skólatíma. Því þykir okkur brýnt að ekki verði opið á milli bílastæða veitingastaðarins og Sjálandsskóla meðan starfsemi yngri barna er í skólanum, þ.e. frá kl. 7 á morgnana til kl. 19 á kvöldin. Leggjum við til að hægt verði að stýra opnun á milli bílastæða með rá. Einnig er brýnt að lýsing á bílastæði Sjálandsskóla og merking á bílastæði skólans verði aukin, sérstaklega þar sem umferð á svæðinu mun aukast með opnun veitingastaðarins.

Þá þykir okkur í stjórn foreldrafélagsins skjóta skökku við að veitingastaður með vínveitingaleyfi sé staðsettur við hlið grunnskóla. Við lýsum því yfir miklum áhyggjum af því að nærumhverfi skólans verði ekki eins öruggur staður og verið hefur hingað til. Einnig teljum við óæskilegt að auglýsingar (t.d. áfengisauglýsingar á bílum birgja) verði fyrir augum grunnskólabarnanna.

Stjórnin vekur athygli á því að það er réttur allra barna að skóli og skólalóð sé öruggt umhverfi. 

 

Tillögur stjórnar foreldrafélags Sjálandsskóla eru svohljóðandi:

1.  Að bílastæði á skólasvæði verði einungis fyrir starfsfólk skólans og foreldra/forráðamenn, á meðan starfsemi (skóli og/eða frístundastarf) er í skólanum. (með vísan í gr 64,5 um bílastæði).

2.  Að ekki verði opið á milli þessara tveggja bílastæða frá klukkan 7:00 og 19:00 á virkum dögum. Hægt væri að stýra opnun á milli stæða t.d. með rá.

3. Að bærinn bæti merkingu á bílastæði Sjálandsskóla, þ.a. skýrt sé að bílastæðið sé fyrst og fremst ætlað starfsemi skólans.

4. Að bærinn bæti lýsingu á bílastæði Sjálandsskóla.


Stjórn foreldrafélags Sjálandsskóla    Contact the author of the petition

Sign this Petition

By signing, I authorize Stjórn foreldrafélags Sjálandsskóla to hand over the information I provide on this form to those who have power on this issue.

We will not display your email address publicly online.

We will not display your email address publicly online.








Paid advertising

We will advertise this petition to 3000 people.

Learn more...