Áskorun til borgarstjórnar að klára íþróttaaðstöðu Í.R.

Ég skora hér með á borgarstjórn Reykjavíkur og borgarstjóra að klára þá vegferð sem að Samfylkingin hóf árið 2006 í tilefni af 100 ára afmæli ÍR árið 2007 en afmælisgjöf Reykjavíkurborgar til handa ÍR, fjölnota íþróttahús, hefur ekki ennþá verið efnt.    
Reykjavíkurborg þverneitar ennþá að ræða efndir á þessari afmælisgjöf sinni til ÍR sem er til skammar enda er íþróttasvæði og íþróttaaðstaða ÍR við Skógarsel nú nærri 50 árum eftir að ÍR fluttist í Breiðholtið ennþá ókláruð.
Ég mótmæli líka þeirri skerðingu sem að Reykjavíkurborg er að gera á íþróttasvæði ÍR við Skógarsel og krefst þess að lóðunum í kringum íþróttasvæðið verði öllum skilað aftur til Íþróttafélag Reykjavíkur.  Það er mikilvægt að þetta svæði sé til taks fyrir komandi kynslóðir og sé ekki skert meira.
Ólafur Gylfason Contact the author of the petition
Announcement from the administrator of this websiteWe have closed this petition and we have removed signatories' personal information.European Union's General Data Protection Regulation (GDPR) requires a legitimate reason for storing personal information and that the information be stored for the shortest time possible.  |